Árið 2015 var ég ráðinn af innanríkisráðuneytinu til þess að framkvæma öryggisúttektir á öllum opinberum vefjum. Í framhaldinu var ég beðin um að halda fyrirlestur á UT deginum þar sem ég lýsti þeirri vinnu og helstu niðurstöðum. Hluti fyrirlestrarins fór í að útskýra tegundir öryggisveikleika sem ég fann og viðbrögð framleiðenda, forritara og tengiliða opinberu vefjanna.
Það var mjög ánægjulegt að sjá hversu jákvæðir allir voru og hversu áhugasamir allir voru á niðurstöðunum.
UT dagurinn var árleg ráðstefna sem var skipulögð af innanríkisráðuneytinu.
Comentários