top of page

Um Okkur

Ráðgjöf - Svavar Ingi Hermannsson

Svavar Ingi Hermannsson leiðir ráðgjafaþjónustu okkar. Svavar hefur sérhæft sig í tölvuöryggi og upplýsingaöryggi í yfir 20 ár. Hann hefur veitt ráðgjöf við innleiðingu á ISO/IEC 27001, við að uppfylla persónuverndarlög, við að uppfylla öryggiskröfur greiðslukortafyrirtækjanna og við að uppfylla leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlitsins. Svavar framkvæmir einnig innbrotsprófanir og tæknilegar öryggisúttektir. 

Svavar hefur kennt við Háskóla Íslands og við Háskólann í Reykjavík. 

Svavar var formaður faghóps um upplýsingaöryggi hjá Skýrslutæknifélaginu frá 2007-2012. Hann hefur haldið fjölda fyrirlestra á Íslandi, í Bretlandi, Þýskalandi, Úkraínu, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Sameinuðu furstadæmunum. Svavar hefur meðal annars verið með fyrirlestra á viðburðum OWASP, ISC2 Secure Summits, BSides, Hacker Halted Europe og UISGCon.

 

Svavar er með meistaragráðu í Cybersecurity frá Georgia Institute of Technology. Hann er lífstíðarmeðlimur í OWASP og er með fjölda öryggisgráða, meðal annars:  

  • Lead Auditor ISO/IEC 27001 

  • Certified Information Systems Security Professional

  • Certified Information Systems Auditor

  • Certified Information Security Manager

  • Certified Data Privacy Solutions Engineer

  • GIAC Defensible Security Architecture

Svavar Ingi Hermannsson
bottom of page