top of page

ISO/IEC 27001

Við höfum yfir 15 ára reynslu af því að aðstoða viðskiptavini okkar við að innleiða stjórnkerfi upplýsingaöryggis byggt á ISO/IEC 27001. 

Í þessari ráðgjöf felst aðstoð við stefnumótun, kortlagning á lykil ferlum og verklagsreglum. Við aðstoðum meðal annars við að móta eftirfarandi stefnur: 

  • Öryggisstefnu

  • Persónuverndarstefnu

  • Aðgangsstefnu

  • Stefnur um öryggi í birgjasamböndum 

  • Þróunarstefnu

  • Öryggisafritunarstefnu

  • Fjarvinnustefnu

Við aðstpðum einnig við framkvæmd innra eftirlits og framkvæmd veikleikagreininga og innbrotsprófana. 

Samhliða ráðgjöf við innleiðingu ISO/IEC 27001 þá bjóðum við upp á aðstoð við að uppfylla kröfur persónuverndarlaga. Þá aðstoðum við viðskiptavini okkar við að setja saman vinnsluskrá, gera vinnslusamninga við vinnsluaðila, framkvæma Mat Á Áhrifum Á Persónuvernd (MÁP). Við aðstoðum viðskiptavini okkar einnig við hönnun á nýjum upplýsingakerfum þar sem tekið er tillit til krafna persónuverndarlaganna. 

Við bjóðum einnig upp á heildarlausn þar sem við bjóðum upp á öryggisstjóra sem þjónustu. 

Hafið samband til þess að fá nánari upplýsingar.
 

bottom of page