Mér finnst gaman að rifja upp gamla fyrirlestra. Árið 2016 fékk ég tækifæri til þess að taka þátt í fyrstu BSidesBelfast ráðstefnunni, sem að sögn skipuleggjenda var fyrsta stóra tölvuöryggisráðstefnan sem haldin var á Norður-Írlandi.
Fjöldi annarra tölvuöryggissérfræðinga héldu einnig fyrirlestra, þar á meðal fólk frá Cisco - Talos, Rapid7 og WhiteHat Security.
Ég fékk afrit af upptökunni af fyrirlestrinum og læt hana fylgja með:
Ég notaði tækifærið til að skoða mig um í Belfast og fór meðal annars í Black Cab Tour sem ég mæli eindregið með. Þetta er mjög áhugaverð og skemmtileg borg.
Yorumlar